Upplýsingar um lista og boðanir

 

 

Ég er ekki með snjallsíma og get ekki opnað strikamerki?

Þá gefur þú upp kennitölu á bólusetningastað og þér er flett upp í kerfinu.

 

Ég fékk boð í Reykjavík en er úti á landi. Get ég mætt í minni heimabyggð? 

Stundum er það hægt en þú verður að kanna það hjá heilbrigðisstofnuninni á staðnum því oft eru ekki margir skammtar til skiptanna á smærri stöðum.

 

Ég bý á landsbyggðinni en verð í Reykjavík á bólusetningardag? Get ég mætt þar?

Oftast getur þú fengið bólusetningu í Reykjavík ef verið er að nota sama bóluefni og þú fékkst boð í. 

 

Ég er í útlöndum og var að fá boð. Get ég fengið tíma þegar ég kem heim?

Fylgdust með á heimasíðu okkar hsu.is hvenær er verið að bólusetja þinn árgang.

 

Hvar get ég tékkað á hvort ég sé á forgangslista? Ég er með sjúkdóm sem ætti að setja mig í forgang en ég hef ekki fengið boð?

Mikill fjöldi er í forgangshópum og ekki búið að boða alla, það verður gert á næstu vikum.

 

16 til 18 ára börn með undirliggjandi sjúkdóma? Hvenær eru þau bólusett? 

Við erum að bólusetja þennan hóp þessar vikur og næstu vikur. 

 

Staðfest COVID-19 sýking? Þarf ekki að bólusetja?   

Þeir sem hafa fengið COVID-19 sýkingu fá boð um bólusetningu síðar á árinu. 

 

SMS boð

Athugið að fremst í SMS boði um bólusetningu kemur fram fornafn þess sem boðið er ætlað.

 

 

Ekkert boð eða missti af boði

 

Ég hef ekki fengið boð í bólusetningu þó minn árgangur sé búinn að fá?

Þú getur mætt næst þegar er opið hús í bólusetningu fyrir aldurshópa með bóluefni sem hentar þínum aldri/kyni.

Ég er nýr heilbrigðisstarfsmaður og allir á mínum vinnustað fóru í bólusetningu áður en ég byrjaði að vinna? 

Þinn vinnuveitandi leiðbeinir þér með þetta.

 

Fær maður nýtt boð ef maður mætir ekki með sínum aldurshópi?

Nei, en þú getur mætt næst þegar er opið hús fyrir þinn aldurshóp.

 

Ósjúkratryggðir en búsettir á Íslandi:  

Ákvörðun Sóttvarnalæknis er að allir geta fengið bólusetningu hér á landi skv. sínum aldurshóp.