Upplýsingar um bóluefnin og seinni sprautu

 

Hvenær er seinni sprautan af Pfizer?

Oftast er boðað í seinni skammt eftir 3 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 19 dagar að líða milli skammta og að hámarki 42. Seinni skammtur innan 6 vikna sleppur.

Hvenær er seinni sprautan af Moderna?

Oftast er boðað í seinni skammt eftir 4 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 28 dagar að líða milli skammta og að hámarki 35. Seinni skammtur innan 5 vikna er í lagi. Moderna bóluefninu verður ekki dreift meira út á land.

Hvenær er seinni sprautan af  Astra Zeneca?

Oftast er boðað í seinni skammt eftir 12 vikur. Til að hámarka virkni er best að það líði 12 vikur. Ef nauðsyn krefur má hafa styttra bil en vörn er betri með lengra bili. Bil milli skammta má aldrei vera styttra en 4 vikur. Hægt er að mæta í bólusetningu með Astra Zeneca áður en liðnar eru 12 vikur, ef liggur á að ljúka seinni bólusetningu. Ekki þarf að láta vita, bara fylgjast með á vef Heilsugæslunnar hvenær er verið að bólusetja með Astra Zeneca. 

ATH: Konur yngri en 55 ára sem fá boð í seinni bólusetningu af Astra Zeneca verða sjálfar að velja á milli hvort þær vilji Astra eða annað bóluefni sem er í boði. Ef fyrri bólusetning með Astra Zeneca gekk vel og viðkonandi kona er ekki með neinar frábendingar (sögu um sjálfsprottna blóðtappa í bláæðum), þá er ekkert því til fyrirstöðu að hún fái seinni bólusetninguna með Astra Zeneca.

Konur sem velja að fá annað bóluefni teljast fullbólusettar. Þær þurfa ekki 2 skammta af öðru bóluefni.

 

Eru einhverjir sem mega ekki fá Janssen?
Janssen er bara fyrir þá sem eru 18 ára á árinu og eldriAðrar frábendingar eru ekki.
Ef það er nauðsynlegt að fá bólusetningu á meðgöngu þá er komin meiri reynsla á mRNA bóluefnin.

Hvað gerist ef ég missi af seinni sprautunni innan tímarammans?

Fáðu þá seinni sprautuna eins fljótt og þú getur. Líklegt er að það sé betra en ekki þó að ekki sé hægt að tryggja fulla virkni.

Hvenær eru ungar konur sem fengu fyrri sprautu af Astra Zeneca  bólusettar með seinni skammti af öðru bóluefni? 

Þær verða bólusettar með Pfizer 12 vikum síðar nema þær óski að fá aftur Astra Zeneca.

Ég fékk fyrri sprautu í útlöndum get ég fengið seinni sprautu heima?

Ef það er bóluefni sem notað er á Íslandi er það hægt í flestum tilfellum.  Hafa þarf samband við sína heilsugæslu með upplýsingar um fyrri bólusetningu, þegar kominn er tími á seinni bólusetningu.  

Ég er boðuð í fyrstu sprautu, get ég fengið seinni sprautu í útlöndum?

Við getum engu svarað um það. Það fer eftir áfangastað.

 

Vil ekki Astra Zeneca

 

Ég fékk boð í Astra en vil það ekki. Hvenær fæ ég annað bóluefni?

Þegar búið er að að bólusetja hópa sem geta ekki fengið Astra Zeneca verður þeim sem hafna Astra Zeneca án rökstuðnings þarf að bíða þar til bólusetningu forgangshópa er lokið og sjá hvað verður þá í boði.

Ég fékk upphaflega boð í Pfizer/Moderna sem ég gat ekki nýtt mér. Nú fæ ég boð í Astra Zeneca og mér er sagt að mér standi ekkert annað til boða?

Leiðbeiningar og verklag hafa breyst siðan þú fékkst fyrsta boðið. Því færð þú nú boð í Astra Zeneca til að hægt sé að nota Pfizer/Moderna fyrir hópa sem mega ekki fá AstraZeneca.