Sýnataka fyrir einstaklinga sem ferðast erlendis

 

ATH að pcr og antigen sýnatökur vegna ferðalaga eru ekki gerðar á starfsstöðvum HSU

Þessar sýnatökur fara EINGÖNGU fram í Reykjavík og Akureyri.

 

 

PCR sýni

Ef þú ert að fara erlendis og þarft neikvætt PCR próf þá þarf að panta sýnatöku í Reykjavík eða Akureyri.  

Gott er að hafa í huga að skipuleggja þetta í tíma svo hægt sé að nálgast vottorðið fyrir ferðina.  Rukkað er fyrir þessar sýnatökur og vottorð. Hægt er að fá þessi vottorð send inn á Heilsuveru eða í tölvupósti.

Hægt er að bóka sýnatöku og greiða fyrir vottorðið inni á https://travel.covid.is/

 

ATH að munur er á antigen prófum og pcr prófum.

Kannið hvaða kröfur þau lönd gera, sem þið eruð að ferðast til og bókið ykkur í viðeigandi próf.

 

Annar möguleiki er að fá sýnatöku á einkareknum sýnatökustað í Keflavík (sjá neðar), sem býður upp á antigen flýtipróf og vottorð á nokkrum mínútum.

https://www.oryggi.is/is/covid-19