Verið velkomin
Seinni landamæraskimun er á eftirfarandi starfsstöðvum HSU, sjá neðar.
- Frá komu til landsins er 5 daga sóttkví.
- Strikamerki er sent í tölvupósti eftir kl. 16 á 5. degi.
- Þegar strikamerkið er móttekið má koma í prufu.
- Það þarf ekki að panta tíma fyrir komu í prufu.
- Niðurstaða fæst eftir allt að 48 tíma.
- Sóttkví líkur ekki fyrr en neikvæð niðurstaða er komin.
Við erum þakklát fyrir að þú kæmir hingað fyrir seinni covid prufuna.
Selfoss
COVID prufa frá 13:00-13:30, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á í bílakjallara Krónunar á Selfossi. Aðkoma verður vestanfrá, frá Selfosskirkju (Kirkjuvegi) að Krónuhúsinu eftir vistgötu (Selfossvegi) meðfram Ölfusá og inn í bílastæðishús norðanmegin (ármegin) og út á sömu hlið hússins, þá er beygt í austur og farið austur Árveg frá húsinu. Sjá mynd
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Höfn
COVID prufa frá 8:30-9:oo, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á heilsugæslu, Víkurbraut 31. Rauð hurð vinstra megin við aðal inngang.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Vestmannaeyjar
COVID prufa frá 13:00, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á heilbrigðisstofnuninni við Sólhlíð, á bílstæðinu við leikskólann.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Nánari upplýsingar á covid.is