Covid prufa – grunur um smit

Verið velkomin

 

Ef grunur er um einhver einkenni sem gætu verið covid smit á að BÓKA Í SÝNATÖKU á heilsuvera.is  eða að hringja í sína heilsugæslu á opnunartíma.

Utan dagvinnutíma má hringja í síma 1700.

 

Hjúkrunarfræðingur skráir þig niður á tíma til að mæta í covid prufu.

Hér er að finna símanúmer allra heilsugæslustöðva HSU.

 

Einkennasýnatökur hjá HSU fara eingöngu fram á þessum stöðum.

Opnunartímar

 

 

Selfoss sími 432-2000

Prufan fer fram á í bílakjallara Krónunar á Selfossi. Aðkoma verður vestanfrá, frá Selfosskirkju (Kirkjuvegi) að Krónuhúsinu eftir vistgötu (Selfossvegi) meðfram Ölfusá og inn í bílastæðishús norðanmegin (ármegin) og út á sömu hlið hússins, þá er beygt í austur og farið austur Árveg frá húsinu.  Sjá mynd

Þú þarft að vera komin með strikamerki þegar þú mætir í sýnatökuna.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Höfn sími 432-2900

Prufan fer fram á heilsugæslu, Víkurbraut 31. Rauð hurð vinstra megin við aðal inngang.

Þú þarft að vera komin með strikamerki þegar þú mætir í sýnatökuna.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Vestmannaeyjar sími 432-2500

Prufan fer fram á heilbrigðisstofnuninni við Sólhlíð, á bílstæðinu við leikskólann.

Þú þarft að vera komin með strikamerki þegar þú mætir í sýnatökuna.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Vík í Mýrdal sími 432-2800

Prufan fer fram við heilsugæsluna.

Það þarf að hringja og bóka tíma.

Þú þarft að vera komin með strikamerki þegar þú mætir í sýnatökuna.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Kirkjubæjarklaustur sími 432-2880

Prufan fer fram við heilsugæsluna.

Það þarf að hringja og bóka tíma.

Þú þarft að vera komin með strikamerki þegar þú mætir í sýnatökuna.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Nánari upplýsingar á covid.is