Verið velkomin
Ef grunur er um einhver einkenni sem gætu verið covid smit á að BÓKA TÍMA á heilsuvera.is eða að hringja í sína heilsugæslu á opnunartíma og fá símatíma hjá hjúkrunarfræðingi.
Utan dagvinnutíma má hringja í síma 1700.
Hjúkrunarfræðingur skráir þig niður á tíma til að mæta í covid prufu.
Hér er að finna símanúmer allra heilsugæslustöðva HSU.
Covid prufur hjá HSU fara eingöngu fram á þessum stöðum.
Selfoss sími 432-2000
COVID prufa frá kl 13:00-14:00, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á í bílakjallara Krónunar á Selfossi. Aðkoma verður vestanfrá, frá Selfosskirkju (Kirkjuvegi) að Krónuhúsinu eftir vistgötu (Selfossvegi) meðfram Ölfusá og inn í bílastæðishús norðanmegin (ármegin) og út á sömu hlið hússins, þá er beygt í austur og farið austur Árveg frá húsinu. Sjá mynd
Það þarf að hringja og bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Höfn sími 432-2900
COVID prufa frá kl. 8:30-9:00, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á heilsugæslu, Víkurbraut 31. Rauð hurð vinstra megin við aðal inngang.
Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Vestmannaeyjar sími 432-2500
COVID prufa frá 13:00, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram á heilbrigðisstofnuninni við Sólhlíð, á bílstæðinu við leikskólann.
Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Vík í Mýrdal sími 432-2800
Opið frá 9:00-13:00, mánudaga – föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram við heilsugæsluna.
Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Kirkjubæjarklaustur sími 432-2880
Opið 13:00 -16:00 mánudaga og fimmtudaga
9:00 -12:00 þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Lokað um helgar og aðra frídaga.
Prufan fer fram við heilsugæsluna.
Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.
Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.
Nánari upplýsingar á covid.is