Listi yfir hvar hægt er að nálgast vottorð.
- Vottorð um að hafa verið í sóttkví:
Hægt að finna inni í heilsuveru (ef með rafræn skilríki) en annars hjá embætti landlæknis (senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is).
Vinnumálastofnun er með aðgang að sóttkvíargrunni sem og upplýsingar um einstaklinga í sóttkví.
- Vottorð um jákvætt COVID próf, sem sagt hefur fengið COVID-19:
Covid göngudeild Landspítala eða hjá embætti landlæknis (senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is).
(Verið er að vinna í því að þeir sem hafa fengið COVID-19 geti sótt sér vottorð um það í Heilsuveru).
- Vottorð um jákvæð mótefni:
Ef mæld hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE): Heilsuvera (ef með rafræn skilríki) en annars hjá embætti landlæknis (senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is).
Ef mælt á LSH, SAk eða annarri rannsóknastofu: Covid göngudeild eða heilsugæsla viðkomandi.
- Vottorð um neikvætt PCR próf / COVID strok:
Ef próf var gert á landamærum: Embætti landlæknis (senda beiðni á mottaka@landlaeknir.is).
Ef próf framkvæmt á heilsugæslustöð t.d. vegna ferðar erlendis: Viðkomandi heilsugæslustöð/læknir sem gerði beiðni.