Covid – einkennalaus prufa

Verið velkomin

 

Vegna einkennalausar covid prufu, undantekning af sérstökum ástæðum. Þarf alltaf að panta tíma hjá hjúkrunarfræðingi og ræða ástæðurnar.

 

Ástæður fyrir einkennalausri prufu geta verið vegna:

  • Þörf á vottorði vegna ferðalaga.
  • Boð í skimun vegna smits í umhverfi – frá smitrakningarteymi og þá að kostnaðarlausu
  • Fólk á leið í meðferð eða innlögn sem varir lengur en 8 klukkustundir, eins og td. Innlögn á Vog, NLFÍ og valkvæðar aðgerðir.
  • Starfsmenn á leið í lengri vinnuferðir, >5 dagar
  • Að lokinni skimun og  neikvæðri niðurstöðu  skal starfsmaður haga sér sem hann væri í sóttkví þar til vinnuferðin hefst.   
  • Dæmi: Flug- og skipaáhafnir, starfsmenn virkjana, starfsmenn fyrirtækja sem eru með höfuðstöðvar á Íslandi og reka fyrirtæki í öðrum löndum og krafa gerð um skimun.   Á einnig við um starfsmenn í opinberri þjónustu sem þurfa að sinna störfum erlendis.

 

Athugið að sýnataka kostar 7000 kr.

 

 

Í vissum tilfellum þarf fólk að vera með nýlegt covid próf til að mega ferðast. Mikilvægt er að fólk sé búið að kanna hvort þetta sé raunin,  þar sem þetta er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt í framkvæmd.

 

Í þessum tilfellum er hægt að fá sýni á heilsugæslu eftir samtal við lækni sem svo mun gera vottorð fyrir viðkomandi ef niðurstaðan reynist neikvæð.

 

Mikilvægt er að fólk hafi samband snemma, þar sem ekki er hægt að taka sýni alla daga á starfsstöðvum HSU, vegna skorts á sendingarmöguleikum.

 

Athugið að nokkuð er um það að Íslensk Erfðagreining bjóði fólki að koma í skimun og fer sú skimun eingöngu fram á starfsstöð Íslenskar Erfðagreiningar í Reykjavík, nema í undantekningartilvikum og þá er það auglýst sérstaklega og kemur fram í boðuninni.

 

Tímapöntun er í aðalnúmeri þinnar heilsugæslu.

Prufur fara fram eins og segir hér neðar:

 

Selfoss sími 432-2000

COVID prufa frá kl 13:00, mánudaga – föstudaga.

Lokað um helgar og aðra frídaga.

Prufan fer fram á í bílakjallara Krónunar á Selfossi. Aðkoma verður vestanfrá, frá Selfosskirkju (Kirkjuvegi) að Krónuhúsinu eftir vistgötu (Selfossvegi) meðfram Ölfusá og inn í bílastæðishús norðanmegin (ármegin) og út á sömu hlið hússins, þá er beygt í austur og farið austur Árveg frá húsinu.  Sjá mynd

Það þarf  að  bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Höfn sími 432-2900

COVID prufa frá kl. 8.30-9.00, mánudaga – föstudaga.

Lokað um helgar og aðra frídaga.

Prufan fer fram á heilsugæslu, Víkurbraut 31. Rauð hurð vinstra megin við aðal inngang.

Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

Vestmannaeyjar sími 432-2500

COVID prufa frá 13:00, mánudaga – föstudaga.

Lokað um helgar og aðra frídaga.

Prufan fer fram á heilbrigðisstofnuninni við Sólhlíð, á bílstæðinu við leikskólann.

Það þarf að bóka tíma og bókaður verður sérstakur tími fyrir þig.

Vinsamlega verið með maska þegar þið mætið og bíðið.

 

 

 

Nánari upplýsingar á covid.is