Bólusetningar

 

Eins og komið hefur fram í öllum fréttamiðlum, þá er bóluefnið að koma til landsins í litlum skömmtum í einu.

Sóttvarnalæknir sér um að ákveða forgangshópa og deila efninu niður á heilbrigðisstofnanir. Í hvert sinn sem skammtar eru sendir til okkar á HSU, liggur fyrir hverjir skulu fá þá skammta.

 

Hingað til höfum við bólusett vistmenn á hjúkrunarheimilum, dvalarheimilum og sambýlum.

Einnig fólk sem fær þjónustu frá heimahjúkrun og/eða er í dagdvöl.

Við bólusetjum framlínu starfsfólk í heilbrigðis þjónustu og hjá lögreglu.

Næsti forgangshópur er fólk eldra en 80 ára og svo strax á eftir fólk sem er 70-80 ára.

Við munum þurfa nokkrar vikur í þessa hópa, þar sem við erum að fá svo fáa skammta til landsins í einu.

 

Ekki er hægt að panta sér bólusetningu, hvort sem það væri gegn gjaldi eður ei.

Haft verður samband við þá einstaklinga sem næstir eru.

Ef fólk forfallast, fær það boð næst þegar við fáum bóluefni.

Fólki er frjálst að hafna bólusetningu, en við mælum eindregið með því að allir þiggi boðið.

 

Vonum að fólk sýni þessu skilning.

Það er okkar ósk að geta bólusett alla, en okkar geta til þess takmarkast af framboði bóluefnis.

 

Sjá nánar á Covid.is   eða Travel.covid.is