Bólusetningar

 

Gríðarlega margar fyrirspurnir berast HSU varðandi bólusetningar og vegna álags getum við ekki svarað þeim öllum.

  • Erfitt er að svara hvenær þú átt að mæta í bólusetningu eða hvenær þú verður boðaður aftur, hafir þú ekki getað mætt í boðaða bólusetningu.  Þú munt fá boð aftur. 
  • Þú verður að mæta þangað sem þú ert boðaður.  Þú getur ekki mætt annað, reiknað er með þér og þú átt frátekið bóluefni sem er ekki annarsstaðar.

 

Við bendum á Spurt og svarað varðandi bólusetningar inni á heimasíðunni okkar og þar eru einnig fréttir varðandi bólusetningar.

 

Ef þú ert 50 ára og eldri og HEFUR EKKI FENGIÐ BOÐ sendu okkur þá línu á heilsuverunni þinni (mínu svæði), merkt COVID bólusetning.

Eins ef þú ert forsvarsmaður fyrirtækis og ert að upplýsa um stöðuna hjá þínu fólki sem ekki hafa fengið boð og eru 50 ára og eldri er gott að benda þeim á þá leið.

Á heilsuveru.is getur þú einnig skáð rétt símanúmer inn og skráð þig á rétta heilsugæslustöð sjá frétt.

 

 

Fylgist einnig með fréttum á heimasíðunni okkar, þar munum við auglýsa ef við verðum með opið hús í bólusetningu.

 

Fólki er frjálst að hafna bólusetningu, en við mælum eindregið með því að allir þiggi boðið.

 

Vonum að fólk sýni þessu skilning.

Það er okkar ósk að geta bólusett alla, en okkar geta til þess takmarkast af framboði bóluefnis.

 

Sjá nánar á Covid.is   eða Travel.covid.is