Vestmannaeyjar – Bólusetningar / Vaccinations

 

Í þessari viku voru boðaðir 60 ára og eldri sem voru komnir á tíma og  höfðu ekki fengið örvunarskammt. 

Einnig er búið  við að boða viðbragðsaðila, lögreglu og slökkvilið og fólk í hópum með undirliggjandi sjúkdóma. 

Einnig var boðað heilbrigðisstarfsfólk.

Opinn tími var fyrir fólk sem ekki er fullbólusett. 

 

Við boðum fólk þegar 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Fólk sem ekki hefur fengið boð en tilheyrir áðurnefndum hópum er beðið um að hafa samband við heilsugæslu í síma 432-2500.

Ef fólk þarf að komast fyrr í bólusetningu, td. vegna ferðalaga, er hægt að hafa samband við okkur og við reynum að koma til móts við óskir fólks eins og hægt er. 

Vinsamlegast ekki mæta fyrr en þið hafið fengið boð í sms-i.

 

Næsta fjöldabólusetning er áætluð mánaðarmót nóvember og desember og verða þá boðaðir þeir sem liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu bólusetningu.