COVID 19 bólusetning á HSU

Fyrsta COVID bólusetningin hjá HSU átti sér stað rétt um kl.9 í dag, þriðjudaginn 29. desember 2020.

Þessi fyrsta bólusetning markar tímamót í baráttu okkar við COVID 19.

Við fögnum þessum áfanga en HSU hefur nú borist 370 skammtar og von er á fleirum eftir því sem bóluefnið berst til landsins.