BYKO gaf starfsfólki heilsugæslunnar sodastreamtæki

Gunnar Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri í Byko á Selfossi, Unni Þormóðsdóttur, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi

Gunnar Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri í Byko á Selfossi, Unni Þormóðsdóttur, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi

Í liðinni viku afhenti Gunnar Bjarki Kristjánsson, verslunarstjóri í Byko á Selfossi, Unni Þormóðsdóttur, hjúkrunarstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, Sodastreamtæki að gjöf fyrir starfsfólk heilsugæslunnar. 

 

Starfsfólk heilsugæslunnar vildi nota tækifærið og þakka Byko fyrir hlýhuginn en gjöfin kemur á sérstaklega skemmtilegum tíma þar sem í þessari viku stendur yfir heilsuvika starfsmanna HSu. Þrátt fyrir að vatn beint úr krananum sé alltaf besti kosturinn til að svala þorsta þá er kolsýrt vatn góð tilbreyting og kemur vonandi í stað sykraðra drykkja og drykkja með gervisætu.