Byggingar HSu við Árveg óskemmdar

Burðarþolssérfræðingar hafa tekið út byggingu HSu við Árveg.
Engar skemmdir eru á burðarmannvirki hússins en smávægilegar sprungur eru í múrhúð.
Ragnar Sigbjörnsson, prófessor og forstöðumaður Jarðskjálftastofnunar HÍ kom á fund starfsfólksins og lýsti því sem gerist í jarðskjálfta af þessum styrkleika.
Starfsfólk var fullvissað um að óhætt væri að halda uppi eðlilegri starfsemi í húsinu.
Trausti Traustason, umsjónarmaður fasteinga HSu útskýrði byggingarlag hússins á myndrænan hátt og Magnús Skúlason, forstjóri HSu sagði frá því að Almannavarnir hefðu fyrirskipað flutning allra sjúklinga úr húsinu í gær en eftir að Guðjón Sigfússon, verkfræðingur og sérfræðingur í burðarþoli, hafði skoðað bygginguna og ljóst var að engar skemmdur voru á burðarþoli hennar, var leyft að flytja fólkið aftur á sjúkrahúsið.