Bygginganefnd gömlu Ljósheima heiðruð.

Þegar Sjúkrahúsið á Selfossi flutti af Austurvegi 28 í núverandi húsnæði var hafist handa við lagfæringar á eldra húsnæðinu sem síðan varð hjúkrunardeildin Ljósheimar. Samband Sunnlenzkra kvenna (SSK) tók mikinn þátt í því starfi og safnaði fé til framkvæmdanna.


Sérstök bygginganefnd var starfandi á þessum tíma og nú þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Ljósheima þann 24. mars sl. þá var nefndarmönnum boðið í afmælið og fengu öll afhentan blómvönd af þessu tilefni.


Þau sem skipuðu bygginganefndina voru Trausti Traustason og Jón Pétursson, sem báðir störfuðu við stofnunina en auk þeirra voru í nefndinni Laufey Valdimarsdóttir, fulltrúi SSK og Þormóður Torfason, velunnari Ljósheima. Við þetta tækifæri færði Laufey deildinni 25 þúsund krónur.