Breytingar við sýnatökur

Frá 25. febrúar verða eftirtaldar breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

  • Hraðpróf í Krónukjallara verða ekki framkvæmd n.k. laugardag 26. febrúar.
  • Mánudaginn 28. febrúar hætta allar sýnatökur í Þorlákshöfn og Rangárþingi.
  • Hraðpróf fyrir 12 ára og yngri og foreldra verða óbreytt í Golfskála, nema hvað sýnatökur hætta þar á laugardögum frá og með 26. febrúar.
  • Þeim sem eiga erindi á bráðamóttöku á Selfossi verður gert að fara í hraðpróf í móttöku. Þetta er til þess að hefta útbreyðslu smita innan stofnunarinnar.

Minnum einnig á að öllum PCR prófum hefur verið hætt, nema í sérstökum tilfellum, sjá leiðbeiningar á Covid.is.