Breytingar við sýnatökur

Frá og með miðvikudeginum 2. mars verða eftirtaldar breytingar varðandi sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

  • Sýnatökur í Krónukjallara hætta alveg 2. mars 2022 (síðasti dagur þar er 1. mars).
  • Sýnatökur verða eingöngu í Golfskálanum á Selfossi frá og með 2. mars.
    • Bæði börn og fullorðnir mæta í Golfskálann framvegis.
    • Opnunartími í Golfskálanum er frá kl: 9:00-12:00 alla virka daga. Lokað um helgar.
  • Minnum einnig á að þeim sem eiga erindi á bráðamóttöku á Selfossi verður gert að fara í hraðpróf í móttöku. Þetta er til þess að hefta útbreyðslu smita innan stofnunarinnar. Þá er einnig öllum PCR prófum hætt, nema í sérstökum tilfellum, sjá leiðbeiningar á Covid.is.