Breytingar í stjórnunarstöðum á hjúkrunardeildum HSu

Þó nokkuð hefur verið um mannabreytingar í stjórnunarstöðum, á hjúkrunardeildunum Fossheimum og Ljósheimum.

 

Fyrst er að nefna að á Fossheimum hefur Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir tekið við stöðu deildarstjóra í ársleyfi Ástu Sigríðar Sigurðardóttur.  Sólveig hefur unnið á Fossheimum frá opnun deildarinnar og nú síðasta ár sem aðstoðardeildarstjóri.

 

Drífa Eysteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðardeildarstjóra á Fossheimum. Drífa starfaði áður á réttargeðdeildinni að Sogni þar til hún var flutt til Reykjavíkur.

 

Á Ljósheimum hefur Sigríður Harðardóttir tekið við stöðu aðstoðardeildarstjóra í ársleyfi Jóhönnu Valgeirsdóttur sem starfar nú á hand- og lyflækningadeild. Sigríður hefur starfað á Ljósheimum s.l. ár sem hjúkrunarfræðingur.

 

Þessum hjúkrunarfræðingum er öllum óskað velfarnaðar í nýju starfi.