Breytingar í læknaliði heilsugæslunnar á Selfossi

Þegar haustar fylgja oft breytingar á fleiri sviðum en bara í veðráttunni.  Hjá læknaliði heilsugæslunnar á Selfossi verða nokkrar breytingar haustið 2012.

Fyrst er að nefna að Ómar Ragnarsson hefur sagt upp starfshlutfalli sínu við heilsugæsluna á Selfossi en verður áfram starfandi við heilsugæsluna í Hveragerði.  Julia Leschhorn fer tímabundið í námsstöðu á barnadeildinni á Landspítala en kemur svo aftur til starfa á Selfoss 1. febrúar 2013, Friðrik Tryggvason læknir mun verða í afleysingavinnu á Selfossi fram til áramóta og Óskar Reykdalsson verður minna við í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi, í september og október.

 

Auglýst var staða sérfræðings við heilsugæsluna á Selfossi í sumar en engin umsókn barst.

 

Aðrir læknar verða áfram að óbreyttu og munu sinna þeim sem erindi eiga á Heilsugæslu Selfoss í vetur, en þeir eru: Arnar Þór Guðmundsson, Egill Rafn Sigurgeirsson, Jórunn Viðar Valgarðsdóttir, Marianne B. Nielsen og Víðir Óskarsson ásamt Óskari Reykdalssyni.   Að auki er Eygló Aradóttir barnalæknir, sem sinnir ungbarnavernd með læknum stöðvarinnar ásamt eigin móttöku.

 

Bráðvaktin er opin á Selfossi allan sólarhringinn fyrir þá sem lenda í bráða veikindum og slysum, en sé ekki um slíkt að ræða er hægt að panta tíma hjá heilsugæslulækni í móttöku HSu í síma 480-5100.  Allar upplýsingar um þjónustuna er líka finna hér á heimasíðu hsu.