Breytingar á rannsóknum til greiningar á COVID-19

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi sýnatökum á Covid-19.  Hámarki á greiningargetu hefur verið náð og bið eftir niðurstöðum orðin of löng til að teljast ásættanleg.

 

Framvegis verður fyrirkomulagið þannig:

  • Einungis hraðgreiningarpróf verða í boði fyrir almenning.
  • Tíma í hraðgreingarpróf skal panta í gegnum heilsuvera.is
  • Jákvætt hraðgreiningarpróf nægir sem greining á Covid-19.
  • Jákvæð greining í heimaprófi skal staðfest í hraðgreiningarprófi hjá heilsugæslu eða einkafyrirtækjum (sem skrá í sjúkrasöguna).
  • PCR próf verða ekki lengur í boði fyrir almenning.
  • Ekki verður lengur krafa um staðfestingu smits með PCR prófi.
  • PCR próf verður eingöngu gerð að ábendingu læknis vegna alvarlegra einkenna Covid-19.
  • PCR próf verða gerð fyrir þá sem þurfa þau vegna ferða erlendis og þá gegn gjaldi.
  • Einangrun smitaðra er ekki skylda, en tilmæli er um 5 daga einangrun frá sóttvarnayfirvöldum.
  • Einkennalítið smitað fólk getur mætt til vinnu en fari eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga.

 

Sjá nánar á síðu Embættis landlæknis