Breytingar á heilsugæslunni Selfossi

Frá og með 7. september 2020 mun Víðir Óskarsson láta af störfum sem heimilislæknir á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Víðir hefur tekið að sér önnur verkefni og verður meðal annars Svæðissóttvarnarlæknir í Árnessýslu ásamt því að sinna áfram yfirlæknisstarfi á Bráðamóttöku HSU á Selfossi.

Víðir fær bestu þakkir fyrir farsæl störf sín sem heimilislæknir á heilsugæslunni á Selfossi og velfarnaðaróskir í nýjum verkefnum.