Vegna óveðursins sem mun ganga yfir allt landið næsta sólarhringinn sjáum við okkur ekki fært að halda úti COVID sýnatökum með óbreyttu sniði mánudaginn 7. febrúar 2022.
Sýnatökur falla niður í Þorlákshöfn og í Rangárþingi, en frestast fram til kl. 13 á Selfossi. Þá munu allar sýnatökur fara fram í Krónukjallaranum á milli kl. 13 – 15.
Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst til að geta boðið upp á óbreytta þjónustu í sýnatökum strax á þriðjudagsmorgun.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU