Breytingar á COVID sýnatökum hjá HSU vegna óveðurs

Vegna óveðursins sem mun ganga yfir allt landið næsta sólarhringinn sjáum við okkur ekki fært að halda úti COVID sýnatökum með óbreyttu sniði mánudaginn 7. febrúar 2022.

Sýnatökur falla niður í Þorlákshöfn og í Rangárþingi, en frestast fram til kl. 13 á Selfossi. Þá munu allar sýnatökur fara fram í Krónukjallaranum á milli kl. 13 – 15. 

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst til að geta boðið upp á óbreytta þjónustu  í sýnatökum strax á þriðjudagsmorgun.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU