Breyting hjá heilsugæslulæknum í Hveragerði og á Selfossi

Frá 1.september hættir Björg Magnúsdóttir að starfa á HSu. Við hennar samlagi taka Óskar Reykdalsson og Sturla Johnsen. Óskar byrjar strax en Sturla 6. október nk.

Jafnframt verða breytingar í Hveragerði og þar mun Sturla Johnsen taka við starfi Óskars og verða þar sem sérfræðingur í heimilislækningum ásamt þeim Hallgrími Magnússyni og Sigurði Baldurssyni.