Breyting á vaktþjónustu lækna í Rangárvallasýslu


Frá og með 1. febrúar 2011 mun læknisþjónusta utan dagvinnutíma, þ.e. frá kl. 16:00 – 08:00 á virkum dögum og allar helgar og helgidaga, verða sinnt frá HSu á Selfossi. Þetta á ekki við svæði ð austanvið Holtsós sem fellur áfram undir Heilsugæslustöðina í Vík.


Vaktsími er 480 5112, sími Neyðarlínu er 112.


Eftir sem áður verður neyðarvakt lækna og sjúkraflutningsþjónusta staðsett í Rangárvallasýslu, en sú vakt er boðuð út af ofangreindum aðilum í neyðartilvikum.


Starfsfólk heilsugæslunnar leggur áherslu á að öryggi íbúa verði ekki skert með þessu fyrirkomulagi.