Breyting á skipulagi sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu

Að undanförnu hefur verið leitað leiða til ná samkomulagi um skipulag sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu. Náðst hefur lausn, sem hefur verið kynnt sveitarstjóra Rangárþings eystra, sýslumanni og sjúkraflutningamönnum. Með breytingu á skipulagi sjúkraflutninga er stefnt að þvi, að tryggja gæði þjónustunnar og hún verði helst öflugri en áður.


 

Breytingin felst fyrst og fremst í eftirfarandi:  1. Vaktir sjúkraflutningamanna verða áfram, en fyrst og fremst til að sinna bráðatilvikum.

  2. Flutningum öðrum en bráðaflutningum, þ.e. skipulögðum flutningum, verður reynt að sinna á dagvinnutíma eða af sjúkrabíl, sem er mannaður hvort sem er. Reynt verður að forðast útköll vegna slíkra flutninga.

  3. Skil á milli svæða verði ekki eins skörp og verið hefur. Ávalt verði reynt að boða þann bíl sem næstur er. Getur þýtt meira öyggi en áður í vesturhluta sýslunnar

  4. Skipulag sjúkraflutninga í öllu heilbrigðisumdæminu verði bætt í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta þjónustuna, í samræmi við tillögur, sem vinnuhópur skilaði til heilbrigðisráðherra í janúar 2008. M.a. verði hugað að sjúkraflutningum í lofti og samstarfi við björgunarsveitir þegar um miklar vegalengdir er að ræða.

  5. Hugað verður að ýmsum öðrum atriðum, sem geta stuðlað að hagræðingu og bættri þjónustu.

Framangreind lausn hefur verið kynnt sveitarstjóra Rangárþings eystra, sýslumanni og sjúkraflutningamönnum og eru þessir aðilar sáttir við þessa lausn.