Breyting á lyfjaendurnýjun

Til upplýsinga!

Hér er tengill inn á leiðbeiningarmyndband um Heilsuveru og lyfseðla.

 

Frá 1. janúar verður aðeins hægt að óska eftir endurnýjun á lyfjum með rafrænum skilríkjum í gegnum Heilsuveru.

Það er orðið tímabært að stíga þetta skref, en helstu ástæður fyrir breytingunni núna eru:

  • Til þess að minnka álag á símkerfi stofnunarinnar.
  • Losa starfsmenn sem sitja í heila klukkustund alla morgna við að svara símtölum, sem að lang flestu leyti er óþarfi ef þjónustunotendur nota Heilsuveru.
  • Auka öryggi, en það er á „gráu svæði“ að hægt sé að óska eftir endurnýjun á lyfjum símleiðis.
  • Um áramótin eru miklar líkur á að umboð“ fyrir aðstandendur að Heilsuveru verði klárt, en það hefur staðið til lengi.

Umboð aðstandenda er fyrir:

  • Börn frá 16 ára aldri (sem er heilbrigðis sjálfræðisaldur) sem hafa ekki getu til þess að nota rafræn skilríki.
  • Aldraða einstaklinga sem geta ekki tileinkað sér notkun á Heilsuveru.

 

Ef einhverjir verða í vandræðum með að nota Heilsuveru, verður þeim veitt aðstoð.

 

Fundin verður leið fyrir þá sem ekki geta nýtt sér Heilsuveru og hafa ekki aðstandendur til þess að sjá um þessi mál.
En aðeins undantekningarhópurinn fær þjónsutu símleiðis, sem verður líklega á breyttum tíma dags.

 

Þegar ekki er hægt að velja endurnýjun á lyfi í Heilsuveru,
geta verið nokkrar ástæður fyrir því að það er ekki hægt, eins og:

  • þegar lyfseðill er orðinn of gamall
  • ef breyta þarf skammtastærð
  • annað

skal senda fyrirspurn í gegnum  Heilsuveru – undir Samskipti – Ný fyrirspurn.

Flestar slíkar fyrirspurnir er hægt að afgreiða.
Ef ekki verður hægt að afgreiða fyrirspurnina, verður henni svarað eftir föngum, hvort sem það verður að biðja viðkomandi að panta sér símatíma eða annað.

 

Þetta fyrirkomulag verður tekið í notkun 1. janúar og endurskoðað að ákveðnum tíma liðnum.