Breyting á komugjöldum

Frá og með 1. janúar 2008 falla niður komugjöld barna-og ungmenna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Komugjöld á dagvinnutíma:
Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1000.-
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 500.-
3. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort skv. reglug. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar, heilsugæsla í skólum og unglingamóttaka í heilsugæslu sem veitir ráðgjöf og fræðslu um forvarnir. Með mæðra- og ungbarnavernd er átt við mæðra- og ungbarnavernd eins og hún er skilgreind í tilmælum landlæknis um áherslur í mæðravernd og smábarnavernd.

Afsláttarkort fæst þegar einstaklingur hefur greitt kr. 21000.- fyrir heilbrigðisþjónustu á sama almanaksári. Sama gildir þegar kostnaður vegna barna í sömu fjölskyldu fer yfir 7000 kr á almanaksárinu.

Komugjöld utan dagvinnutíma:
Fyrir komu á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, þ.e. milli kl. 16:00-08:00 og á laugardögum og helgidögum, skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
1. Sjúkratryggðir almennt kr. 2200.-
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1100.-
3. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort skv. reglug. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Hafi læknir sjálfur valið að sinna læknisstarfi utan dagvinnutíma skal greitt sama gjald og á dagvinnutíma.
Reglugerðin