Bráð áhrif gosösku á heilsufar


  • Um þessar mundir berst aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan er samsett úr fínum ögnum og stærri ögnum. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur.
    Gosaska getur haft áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá:

 

Öndunarfærum:


Nefrennsli og erting í nefi
Særindi í hálsi og hósti
Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, getur fengið berkjubólgur sem varar í marga daga og lýsa sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum


Augum:


Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar. Helstu einkenni eru:


Tilfinning um aðskotahlut
Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
Útferð og tárarennsli
Skrámur á sjónhimnu
Bráð augnbólga, ljósfælni


Ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir:


Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt.


Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá
Ráðlagt að nota hlífðargleraugu
Fólk með öndunarfærasjúkdóma skyldi halda sig innanhússVert er að benda á upplýsingasíður Almannavarna Ríkisins og Landlæknisembættisins og RKÍ


Einnig bæklinga sem þar eru um ýmis málefni:
Hætta á Heilsutjóni vegna gosösku
Öskufall – Leiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og á meðan á öskufalli stendur.