Börn sem fæðast árið 2012 fá hosur frá kvenfélagskonum

Stjórn Sambands Sunnlenskra kvenna (SSK) kom í heimsókn á fæðingadeildina í gær. Erindið var að færa deildinni fyrstu nýburahosurnar.

Síðastliðin tvö ár hafa kvenfélagskonur undir merkjum SSK gefið öllum nýburum á Suðurlandi ullarhúfur, prjónaðar af kvenfélagskonum. Þetta árið er ráðist í það að prjóna nýburahosur á öll Sunnlensk börn sem þeim verða færðar á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

 Í gær var fyrstu stúlkunni sem fæddist á HSu þetta árið færðar fyrstu hosurnar (sjá mynd)