Bólusetningarfréttir vikuna 24/5 – 28/5
Vegna hvítasunnuhelgarinnar kom bóluefnið ekki til okkar fyrr en á miðvikudag 26. maí.
Þetta er meðal stór vika í bólusetningum.
HSU fær 1680 skammta af Pfizer og 480 skammta af Astra Zeneca fyrir allt Suðurland.
Í fjölbrautarskólanum á Selfossi er mest verið að endurbólusetja seinni skammt af Pfizer og einnig hefur verið að boða árganga 1976-1977. Á fimmtudaginn er verið að boða fólk aftur í bólusetningu, sem einhverra hluta vegna hafði ekki mætt eftir fyrsta boð. Einnig er verið að bólusetja með seinni skammti af Astra Zeneca á fimmtudag 27. maí. Íbúar í Árnes- og Rangárvallarsýslu eru boðaðir í bólusetningu á Selfoss.
Í Vestmannaeyjum er verið að fara að endurbólusetja stóran hóp með Pfizer, foreldra viðkvæmra barna og síðan haldið áfram niður aldurshópa. Nokkrir eru að koma í seinni sprautuna með Astra Zeneca. Ætlunin var að reyna að klára allt á miðvikudag. Í Vestmannaeyjum er ýmist bólusett í Kapellunni eða í Íþróttahúsinu.
Á Höfn er verið að endurbólusetja stóran hóp með Pfizer og 30-40 manns með Astra Zeneca. Reynt er að bólusetja sumarstarfsmenn í forgangshópum, sem við kippum inn þegar við eigum lausa skammta. Bólusett er á miðvikudögum í Íþróttahúsinu við Heppuskóla.
Á Klaustri og í Vík er mest megnis verið að endurbólusetja bæði með Pfizer og Astra Zeneca. Annars er verið að vinna niður árgangana. Það er bólusett á heilsugæslunum á Klaustri og Vík.