Bólusetningar í Vestmanneyjum

Gildir fyrir Vestmannaeyjar

Þessa vikuna er verið að bólusetja sem hér segir:

Bólusetningar í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun. 

Á miðvikudag 23. júní er verið að ljúka seinni bólusetningu hjá um 200 manns sem fá Pfizer.  Einnig verður boðaður nýr hópur – börn með undirliggjandi áhættuþætti 12 – 15 ára .

Á næstu vikum verður haldið áfram með seinni bólusetningar þeirra sem fengið hafa Phizer bóluefni. 

Fyrri hluta júlí er komið að seinni bólusetningu hjá stórum hópi fólks sem fær Astra Zenica

 

Á fimmtudaginn 24. júní verður “Opinn dagur” fyrir þá sem óska eftir bólusetningu með Janssen, þó með þeim formerkjum að fólk er beðið um að skrá sig fyrirfram í bólusetningar.

Þessi tími er ætlaður þeim sem fengið hafa covid áður,  og fyrir aðra þá sem ekki hafa fengið boðun eða ekki mætt en óska eftir bólusetningu. 

Þeir sem óska eftir að mæta eru beðnir um að hringja í skiptiborð HSU í Vestmannaeyjum, sími 432-2500 og verður þeim gefinn tími í bólusetningu.