Bólusetningar á HSU – Vikan 17.-21. maí

Vikan 17.-21./5

Þessa viku erum við að bjóða starfsfólki grunnskólanna og leikskólanna bólusetningu. Við höldum áfram niður árgangana og reynum að jafna kynjahlutföllin sem kom til því ekki má bjóða konum undir 55 ára Astra Zenica. Við erum byrjuð að boða yngra fólk svo ekki láta ykkur það koma á óvart ef þið fáið boð, mætið bara með bros á vör. Margir eru að fá boðun í seinni sprautuna af Astra Zenica en þar geta konur undir 55 ára valið að þiggja Astra Zenica aftur eða fá einn skammt af Pfizer sem seinni sprautuna og eru þá fullbólusettar.

 

Á Selfossi er verið að færa bólusetningar yfir í FSu í sumar.  Bólusetningar verða þó þriðjudag og miðvikudag í Vallaskóla en í FSu á fimmtudag og framvegis í sumar. Bólusett er fyrir Árnessýslu og Rangárvallasýslu á Selfossi.