Bólusetningar á HSU

Þessa vikuna (vika 17) er verið að bólusetja einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, 60 ára og eldri og heilbrigðisstarfsfólk.  Ekki mun nást að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma þessa vikuna en við munum halda áfram næstu vikurnar að boða þann hóp.  Farið er eftir listum sem Embætti Landlæknis hefur gefið út og eftir magni bóluefnis sem okkur er úthlutað í viku hverri.  Fólk fær boðun í símann sinn.