Bólusetningar 10.-14. maí 2021

Þessa vikuna er áfram verið að bólusetja einstaklinga í forgangshópum.  Einnig alla einstaklinga 55-60 ára og áhafnir skipa sem fara erlendis sem og flugáhafnir. Bólusetning leikskólastarfsmenn er hafin á flestum starfsstöðvum en ekki næst að boða alla þessa vikuna. Eins er boðið upp á opinn dag 13 maí 2021 kl 10-11 í Vallaskóla Selfossi í bólusetningu með Astra Zenica fyrir alla 60 ára og eldri sem og einstaklinga sem hafa fengið boðun í bólusetningu með því bóluefni en af einhverjum ástæðum hafa ekki getað mætt. 

 

Einnig er verið að boða hraust yngra fólk á einhverjum starfsstöðvum, í afgangs skammta af því bóluefni sem verið er að nota.