Bólusetningafréttir

Vika 7 – 16. febr. 21

Bóluefni mun berast á starfsstöðvar HSU á mánudag og þriðjudag í þessari viku.

Við munum bólusetja alla með seinni skammti sem fengu fyrstu bólusetningu í viku 3.

Til stendur að klára að bólusetja alla 90 ára og eldri í þessari viku.

Nú erum við einnig að fá í fyrsta sinn bóluefni frá Astra Zeneca og fá starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila sem og starfsmenn sambýla fyrstu bólusetningu með því efni.

3 mánuðir þurfa að líða á milli fyrsta og annars skammts af því.