Bólusetning við inflúensu H1N1

Sóttvarnarlæknar og lögreglustjórar vinna nú að skipulagningu á bólusetningu vegna H1N1 inflúensunnar sem núna gengur um landið.


Búast má við fyrstu skömmtunum í lok september og þá hefst bólusetningin. Vanda þarf til verks enda jafn viðamikil bólusetning ekki farið fram áður á jafn skömmum tíma.


Á næstu dögum verður gefin út áætlun um það hverjir verða bólusettir. Nýja bóluefnið er keimlíkt bóluefninu við fuglaflensunni og því töluvert notað án þess að nokkur merki um alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Tugir þúsunda hafa nú þegar verið sprautaðir og gengið vel. Góð vörn myndast af bóluefninu. BÓLUEFNIÐ ER ÞVÍ ÖRUGGT OG ÁRANGURSR’IKT.
Stjórnendur á HSu eru nú að hefja undirbúning á hverjum stað fyrir sig og þá kemur skýrar í ljós hvernig framkvæmdin verður. Aðeins verður bólusett á heilsugæslustöðvum til að hámarka nýtingu efnisins.