Bólusetning gegn inflúensu

Nú eru að hefjast inflúensubólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Inflúensubólusetning hefur marktæk áhrif á útbreiðslu inflúensu og er talin gefa u.þ.b. 70-80% vörn. Tíðni aukaverkana við bólusetningu er lág en stöku einstaklingar geta fengið ofnæmisviðbrögð við bólusetningunni.
Fólk sem af einhverjum ástæðum hefur minnkað mótstöðuafl gegn sýkingum eða er haldið langvinnum sjúkdómum er sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig. Einnig er ákveðin ábending hjá fólki á mjög fjölmennum vinnustöðum eða sem er líklegt að komast í snertingu við sýkta einstaklinga. Öllum er frjálst að láta bólusetja sig sem ekki hafa sérstakar frábendingar.
Verð bóluefnis er kr. 600.- + komugjald.


Ath. Hjúkrunarfræðingar og læknar sjá um bólusetningu. Þeir sem eingöngu hyggjast fá bólusetingu en þurfa ekki að leita læknis samtímis geta snúið sér til hjúkrunarfræðinga.
Sjá nánar um tímasetningar á síðu hverrar heilsugæslustöðvar hér á heimasíðunni.