Bólusetning gegn hettusótt

Eins og fram hefur komið í farsóttafréttum hafa 73 einstaklingar fengið hettusótt á tímabilinu frá og með maí til og með nóvember 2005.  Einkum eru þetta einstaklingar á aldrinum 20 – 24 ára sem eru að sýkjast en það eru þeir einstaklingar sem misstu af bólusetningu við hettusótt á árunum 1989-1994.Heilsugæslustöðvar HSu hvetja þess vegna þá einstaklinga sem eru fæddir á árunum 1981 til og með 1985 að láta bólusetja sig gegn MMR. Bólusetning er þessum einstaklingum að kostnaðarlausu og greidd af hinu opinbera eins og almennar ungbarnabólusetningar eru. 
Hafið því samband við ykkar heilsugæslustöð til þess að fá nánari upplýsingar um málið.