Bleikir dagar á HSu

Vikuna 27. apríl til 4. maí næstkomandi verður bleik stemning á Hsu um allt Suðurland. 

Það er starfsmannafélagið sem stendur fyrir bleikum dögum. Allir starfsmenn Hsu, eru hvattir til að taka þátt með því að klæðast einhverju bleiku og/eða skreyta sig og umhverfi sitt með einhverju bleiku.

Mjög góð stemning var fyrir þessu strax á fyrsta degi og víða voru mjög skemmtilegar skreytingar á deildum og starfsstöðvum.  Eins voru flest allir starfsmenn auðkenndir með einhverju bleiku og margir vel skreyttir og fallega bleikir.  Það er greinilegt að ekki vantar hugmyndaflugið í starfsmenn HSu. 

Meðfylgjandi myndir sýna örlítið brot af því sem mátti sjá víða um húsið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.