Nýtt símkerfi á HSU

Símkerfi HSU hefur verið uppfært í nýrra og betra símkerfi.

Stærsta breytingin við þessa uppfærslu eru þeir möguleikar sem opnast hvað varðar stýringu símtala og leiðir við val á að ná sambandi við einstök númer og mun það breytast á næstu dögum. 

 

Einhverjir byrjunörðuleikar voru á símstöðinni í morgun 28. sept. vegna þessa og því var erfitt að ná inn í aðalnúmerið 432-2000, en nú á þetta að vera komið í gott lag.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum og töfum sem þetta hefur valdið. 

Við bendum fólki á nota Heilsuvera.is til að endurnýja lyf.