Bifhjólasamtök Suðurlands gefa á barnadeild HSu

Bifhjólasamtök Suðurlands, Postularnir, komu færandi hendi á barnadeild HSu þann 28. okt. sl. en þá færðu þeir deildinni sjónvarp með DVD spilara, PSP leikjatölvur, DVD myndir, tölvuleiki og ýmis leikföng fyrir yngstu börnin. Verðmæti gjafanna er um 100 þúsund krónur.Gjafaframlag þetta kemur sér afar vel fyrir starfsemi sjúkradeildarinnar og eflir gæði þjónustunnar við börn, sem þurfa á læknis- og hjúkrunarþjónustu að halda.
Starfsfólk og stjórnendur HSu er afar þakklátt fyrir að eiga slíka stuðningsaðila og ómetanlegur er sá hlýhugur sem slíkri gjöf fylgir.