Biðtími eftir þjónustu á heilsugæslunni á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur metnað til að veita góða og örugga heilsugæsla í þágu íbúa Selfoss og nágrennis. Bið eftir læknatímum á heilsugæslunni á Selfossi er orðin nokkuð lengri en við höfðum vænst. Þjónustan í kringum COVID er enn tímafrek og hefur verið að taka tíma frá annarri þjónustu. Við stöndum einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að framboð á læknatímum hefur ekki fylgt þeirri íbúafjölgun sem hefur átt sér stað á Árborgarsvæðinu undanfarin misseri. Verklag heilsugæslunnar á Selfossi er nú til skoðunar og vonumst við til að sjá breytingar á flæðinu innan skamms tíma, þannig að þjónustan komist á þann stað sem er ásættanlegt fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri