Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum

Í Talnabrunni, bréfi frá heilbrigðistölfræðisviði landlæknisembættisins fyrir janúar 2011 er farið yfir vistunarmat á árinu 2010.

Þar kemur fram að fjöldi einstaklinga á biðlista fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi eru 41 einstaklingur. Það vekur athygli að á landinu öllu eru 215 einstaklingar á biðlista og er þetta því 20% af biðlistanum. Það eru hins vegar einungis 7% af íbúum landsins á Suðurlandi. Því er hlutfallslega mest þörf fyrir viðbótarhjúkrunarrými á Suðurlandi.

Óskar Reykdalsson


Sérfræðingur í heimilislækningum


Framkvæmdastjóri Lækninga HSu


Sóttvarnarlæknir í Suðurumdæmi