Bergdís Sigurðardóttir við heilsugæslustöðina í Þorlákshöfn kvödd af samstarfsfólki sínu

Bergdís SigurðardóttirBergdísi Sigurðardóttur, fyrrum hjúkrunarstjóra við heilsugæsluna í Þorlákshöfn var haldið kveðjuhóf í gær. Stjórn HSu færði henni gjöf sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf við stofnunina ásamt kærum óskum um velfarnað í komandi framtíð. 

 

Bergdís starfaði á heilsugæslunni í Þorlákshöfn í 24 ár og lengst af sem stjórnandi, en varð að hætta störfum í kjölfar veikinda. Bergdís hefur alla tíð verið vel liðin og farsæl í starfi og verður hennar sárt saknað af samstarfsfólki sínu í Þorlákshöfn.