Barnshafandi konur láti bólusetja sig strax, gegn árlegri inflúensu!

Influensa á meðgönguÞað er aldrei of seint á láta bólusetja sig, jafnvel þótt faraldurinn sé kominn á fullann skrið.

 

Eindregið er mælt með að barnshafandi konur séu bólusettar gegn árlegri inflúensu. Bólusetja má hvenær sem er á meðgöngu. Barnshafandi konum er hættara við alvarlegum veikindum ef þær sýkjast. Óvíst er hvort sýking auki hættu á fósturláti. Nýburinn nýtur góðs af bólusetningunni fyrstu mánuði ævinnar.