Barnavernd

Að fylgjast reglulega með heilsu og framförum á þroska barna, andlega, félagslega og líkamlega. Einnig að styrkja foreldra í umönnun ungbarnsins/ barnsins með ýmiskonar fræðslu og ráðgjöf .


Vitjanir:
Í vitjunum í heimahúsum er markviss fræðsla í hverri heimsókn um ákveðið efni s.s. brjóstagjöf, þroska barns, umhverfisáhrif, slysavarnir o. fl. eftir því sem nauðsyn krefur. Fylgst er með heilsufari og líðan móður og henni veittar leiðbeiningar.
Fjöldi vitjana í heimahús fer eftir þörfum fjölskyldunnar en er að jafnaði tvær fyrstu 6 vikurnar og ein við 9 vikna aldur.


 

Túlkaþjónusta er veitt í 1. vitjun í heimahús og við 6 vikna skoðun á heilsugæslustöð.


6 vikna skoðun er á heilsugæslustöð þar sem hjúkrunarfræðingur og barnalæknir skoða barnið.


Skoðanir:Eftir 3ja mánaða aldur tekur barnavernd á heilsugæslustöð við og er til 4 ára þar sem fram fer áframhaldandi mat á sömu þáttum og áður, auk ónæmisaðgerða.


Þroskapróf eru 2 1/2 árs og 4 ára en eftir það tekur skólaheilsugæslan við.


Barnavernd
Hjúkrunarfræðingar og heimilislæknar sjá um ungbarnavernd/barnavernd. Hjúkrunarfræðingar og barnalæknir sjá um 6 vikna og 10 mánaða skoðun.


Ungbarnavitjanir
Hjúkrunarfræðingur býður foreldrum/forráðamönnum ungbarnavitjun í fyrstu viku eftir heimkomu. Ef kona fæðir ekki á Hsu þarf hún að hringja á heilsugæslustöðina og láta vita af sér.


Verkefnastjóri barnaverndar er Guðrún Kormáksdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur