Barnalæknir hættir störfum

Björn Hjálmarsson barnalæknir lét af störfum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 1. júní 2005.Björn hefur starfað sem barnalæknir við Heilbrigðisstofnunina undanfarin ár en hann er nú á leið í frekara nám.
Birni eru þökkuð góð störf í þágu barnalækninga á svæðinu og uppbyggingu rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunarinnar og árnum við honum alls hins besta á nýjum vettvangi.