Barna- og unglingakór Selfosskirkju í heimsókn á HSU

IMG_5576Barna- og unglingakór Selfosskirkju kom í heimsókn á HSU þriðjudaginn 8. desember s.l.  Kórinn heimsótti hjúkrunardeildirnar á Foss- og Ljósheimum og söng jólalög fyrir heimilisfólk og starfsmenn deildanna.  Svona heimsóknir eru alltaf vel þegnar og mikil ánægja með, góð tilbreyting í hversdaginn, sérstaklega í aðdraganda jóla. Söngurinn hjá unga fólkinu sveik ekki og sérstakt hrós fær ungur drengur sem söng svo fallega einsöng með kórnum.  Stjórnandi kórsins er  Edit Molnár.  Kærar þakkir Barna- og unglingakór Selfosskirkju.