Axel Björgvin ráðinn framkvæmdastjóri fjármála

 

Axel Björgvin Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Hann tekur við starfinu af Ara Sigurðssyni sem hefur ráðið sig til starfa sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmda og eftirfylgni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Axel var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann er fæddur árið 1985 og lauk B.Sc gráðu í Global Business Engineering árið 2013 frá Álaborgarháskóla og M.Sc. gráðu í Operations and Innovation Management árið 2015 frá sama skóla.

Axel hefur síðan 2017 starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknimála við Heilbrigðisstofnun Norðurlands.  Fyrir þann tíma starfaði hann við verkefnastjórnun hjá Alcoa Fjarðaráli og AP Möller Maersk.  Axel kom að stofnun og er nú stjórnarformaður í heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands, sem er samstarfsverkefni HSN, SAk, UNAK, SSNE, SSNV og Heilsuverndar.

Axel hefur á starfstíma sínum hjá HSN öðlast mjög víðtæka reynslu, þekkingu og innsýn í rekstur heilbrigðisstofnana og þau undirliggjandi rekstrar- og fjárhagskerfi sem þar eru notuð, m.a. Oracle.  Hann hefur haldgóða reynslu af áætlanagerð, eftirfylgni áætlana og notkun greiningar- og viðskiptagreindartóla.