Aukning í starfsemi sjúkrasviðs

Mikil aukning er á nánast öllum sviðum sjúkrahússins fyrstu 4 mánuði ársins 2008.
Sjúklingum fjölgar og legudögum einnig. Sjúklingar sem lagðir eru inn á sjúkradeildir eru mun fleiri og í aprílmánuði var aukningin 23% miðað við sama mánuð í fyrra. Ferlisjúklingar eru einnig mun fleiri flesta mánuðina og voru 44% fleiri núna en á sama tíma í fyrra.
Eins og áður hefur komið fram hefur speglunum á meltingarfærum fjölgað mjög mikið og enn fjölgar fæðingum, þær voru 66% fleiri nú í apríl en í fyrra.
Þetta hlýtur að spegla þá miklu fjólksfjölgun sem orðið hefur á svæðinu.