Aukning í sjúkraflutningum

Heildarfjöldi útkalla sjúkraflutningamanna í Árnessýslu árið 2006 var 1391 sem eru að meðaltali 3,81 útköll á sólarhring. Árið 2005 voru 973 útköll sjúkraflutningamanna sem eru að meðaltali 2,66 útköll á sólarhring. Þetta er auking um 30% milli ára. Það skýrist að hluta til með því að 1. júní 2006 tók útkallslið sjúkraflutningamanna við sjúkraflutningum milli stofnana í rannsóknir o.þ.h. og að almenningur er duglegri en áður að nýta sé þjónustu sjúkraflutningamanna en verið hefur.

Í 39 skipti á árinu 2006 voru sjúkraflutningamenn kallaðir út 7 sinnum eða oftar á sama sólarhringnum og í þrjú skipti voru þeir kallaðir út 11 sinnum á sama sólarhringnum.
Neyðarlínana boðar sjúkraflutningamenn í útköll eftir ákveðnu flokkunarkerfi, eftir mikilvægi útkallana og er skipting útkalla sem hér segir:
F1, þá er óskað eftir sjúkraflutningamönnum á forgangi og að læknir sé hafður með í för. = 16%
F2, þá er óskað eftir sjúkraflutningamönnum á forgangi en ekki talin þörf á lækni = 20%
F3, þá er óskað eftir sjúkraflutningamönnum eins fljótt og unt er án forgangs = 33%
F4, þá er óskað eftir sjúkraflutningamönnum ef ekkert annað bíður þeirra.= 31%


Flest útköllin enda á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, eða 45%, á Slysadeild LSH í Fossvogi fara 28% og 18 % á Bráðamóttöku LSH v/Hringbraut.