Aukning á sjúkraflutningum

Að sögn Ármanns Höskuldssonar umsjónarmanns sjúkraflutninga Árnessýslu hefur mikil aukning  verið á sjúkraflutningum það sem af er árinu.Á tímabilinu 1. jan.-31. júlí í ár voru 763 útköll en á sama tíma árið 2005 voru útköllin 558. Um helmingur sjúkraflutninganna er flutningur sjúklinga af svæðinu til HSu á Selfossi, 20% á Bráðamóttöku LSH v/Hringbraut og 30% á Slysadeild LSH í Fossvogi.
Í sumar hefur Urður Skúladóttir, hjúkrunarnemi unnið í afleysingum við sjúkraflutningana og er hún eina konan í hópnum. Urður lét vel af starfinu og sagðist alveg geta hugsað sér að starfa við þetta áfram eftir að hjúkrunarfræðináminu lýkur.